Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Bæjarstjórinn á báðum bæjarskrifstofum
Föstudagur 11. maí 2018 kl. 07:00

Bæjarstjórinn á báðum bæjarskrifstofum

- Í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis

Starfshópur um staðsetningu starfa og verkefna í sameinuðu sveitarfélagi hefur skilað inn tillögum til undirbúningsstjórnar. Tillögurnar voru unnar í samráði við starfsfólk á bæjarskrifstofum í Sandgerði og Garði þar sem starfsfólki gafst kostur á að fara yfir þarfir starfseminnar varðandi m.a. húsnæði og aðbúnað. Lögð var áhersla á að finna samlegð milli verkefna og starfa, og að þau verkefni verði staðsett á sama stað. Þetta kemur fram á heimasíðum sveitarfélaganna.
Niðurstaða hópsins var sú að í báðum ráðhúsum verði þjónustufulltrúi í afgreiðslu ásamt því að bæjarstjóri verði einnig með skrifstofu á báðum starfstöðvum.

„Íbúar munu geta sótt almenna þjónustu í hvoru ráðhúsi um sig. Mikilvægt er að sviðin séu að öðru leyti sameinuð til að tryggja samlegðaráhrif í starfsemi þeirra. Lagt er til að í ráðhúsi Sandgerðis verði velferðar- og mannréttindamál, skóla-, frístunda- og forvarnarmál ásamt menningarmálum. Í ráðhúsinu í Garði verði fjármál og stjórnsýsla, markaðs- og þróunarmál ásamt umhverfis- og skipulagsmálum.

Public deli
Public deli

Við ákvörðun var sérstaklega tekið tillit til þess að starfsmenn innan sviða geti verið á sömu starfsstöð ásamt því að húsnæðið sé í samræmi við þarfir mismunandi sviða. Gert er ráð fyrir því að þegar sameiningin tekur gildi verði staðsetning starfa í samræmi við ofangreinda tillögu og að breytingum á húsnæði verði lokið sem fyrst“, segir á heimasíðu Sandgerðisbæjar.