Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Af neyðarstigi á hættustigi vegna eldgoss við Sundhnúkagíga
Frá slökkvistarfi á gróðureldum við eldstöðvarnar um páskana. VF/Ísak Finnbogason
Fimmtudagur 4. apríl 2024 kl. 14:05

Af neyðarstigi á hættustigi vegna eldgoss við Sundhnúkagíga

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að fara af neyðarstigi niður á hættustig Almannavarna vegna eldgossins milli Hagafells og Stóra Skógfells.

Farið var á neyðarstig þegar eldgosið hófst þann 16. mars sl.  Þrátt fyrir að eldgosið haldi áfram þá hefur staðan nú haldist óbreytt um nokkurt skeið. Ekki hefur mælst landris á svæðinu síðustu daga. Ýmsar áskoranir eins og gróðureldar í kringum hraunbreiðuna, gasmengun hafa verið viðvarandi síðustu daga en mengunin hefur borist í byggð á Suðurnesjum.

Áfram verður fylgst með gróðureldum við eldgosið og brugðist við þegar þarf, einnig hefur verið farið í fyrirbyggjandi aðgerðir. Almenningur getur bæði fylgst með gasmengunarspá á vef Veðurstofunnar og loftgæðum á vefnum loftgaedi.is.

Sem fyrr fylgjast viðbraðsaðilar vel með framvindu eldgossins.  

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024