12. september 09:35
360 börn á frístundaheimilum
Fræðsluráð Reykjanesbæjar leggur áherslu á að hugað verði að húsnæðismálum frístundaheimila í grunnskólum Reykjanesbæjar. Starfsemi frístundaheimila í grunnskólum bæjarins var til umræðu á síðasta fundi fræðsluráðs. Þar kom fram að 360 börn eru nú skráð í sjö frístundaheimilum.