Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Aðsent

Gylfi Sig selur kvótalausa Huldu með áhöfn
Föstudagur 22. mars 2019 kl. 07:00

Gylfi Sig selur kvótalausa Huldu með áhöfn

-Stóru línubátarnir allir með fullfermi

Marsmánuður er hálfnaður og eins og við var að búast þá er búin að vera mjög góð veiði hjá bátunum. Helst eru það netabátarnir sem hafa verið að mokveiða. Bergvík GK er með 54 tnonn í átta löndunum. Erling KE með 234 tonn í 12 löndunum. Grímsnes GK með 137 tonn í 13 löndunum.  Maron GK með 104 tonn í 12. Þorsteinn ÞH með 80 tonn í tíu sjóferðum. Halldór Afi GK var með 47 tonn í tólf löndunum og Hraunsvík GK með 43 tonn í tólf löndunum.

Tveir bátar sem áður hefur verið minnst á í þessum pistlum eru komnir á veiðar. Valþór GK er annar þeirra og byrjaði í Þorákshöfn. Hefur landað 35 tonnum í 10 róðrum. Sunna Líf GK er með 60 tonn í aðeins átta róðrum eða um 7,5 tonn í róðri og mest komið með í land 14 tonn.  Greinilegt er að báturinn er orðinn burðarmeiri núna eftir breytingar því áður enn bátnum var breytt náði Sunna Líf GK aldrei að koma með 14 tonn úr róðri í land í einni löndun.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Dragnótabátarnir hafa líka fiskað vel. Sigurfari GK var með 139 tonn í 12 róðrum og mest 28 tonn. Siggi Bjarna GK með 134 tonn í tólf róðrum og mest 18 tonn í róðri. Benni Sæm GK með 122 tonn í tólf og mest 18 tonn í róðri. Aðalbjörg RE landaði 40 tonnum í átta löndunum. 

Eins og minnst var á í síðasta pistli þá var talað um að allir bátarnir væru komnir aftur.  Þessi hópur báta var að mestu á veiðum utan við Sandgerði í fyrstu. Flotinn færði sig svo að mestu á veiðislóð úti fyrir Grindavík, að undanskilinni Hafdísi SU og nokkrum öðrum.

Línubátarnir hafa fiskað nokkuð vel. Sturla GK er með 293 tonn í þremur og mest 124 tonn.  Jóhanna Gísladóttir GK 287 tonn í tveimur róðrum. Hrafn GK 251 tonn í þremur og mest 121 tonn. Valdimar GK 228 tonn í þremur róðrum og mest 105 tonn. Fjölnir GK 220 tonn í tveimur og mest 117 tonn. Kristín GK 215 tonn í þremur og mest 101 tonn. Páll Jónsson GK 206 tonn í tveimur og mest 106 tonn. Athygli vekur með þessa línubáta að framan, sem allt eru stórir bátar, að eins og sést þá hafa þeir allir landað yfir 100 tonnum í einni löndun og er þetta fullfermi hjá þeim öllum.  Það er t.d. ekki oft sem Kristín GK nær yfir 100 tonnum í einni löndun.

Hjá minni bátunum er líka fín veiði. Kristján HF var með 151 tonn í tólf löndunum en hann hefur landað bæði í Sandgerði og Grindavík. Það hefur Sandfell SU líka gert og er hann með 141 tonn í fjórtán löndunum. Daðey GK er með 99 tonn í fjórtán löndunum, Gísli Súrsson GK með 98 tonn í tíu og Hafdís SU með 103 tonn í ellefu. 

Sævík GK var með 105 tonn í ellefu.  Von GK 80 tonn í níu.  Dúddi Gísla GK 72 tonn í sjö og mest 15 tonn.  Steinunn HF 54 tonn í tíu og Bergur Vigfús GK 53 tonn í átta.  Guðrún Petrína GK 43 tonn í 8átta, Addi Afi GK 33 tonn, einnig í átta löndunum.

Eitt sem er að aukast mikið núna í mars er fjöldi handfærabáta sem komnir eru á veiðar.  Langmestur fjöldi bátanna landar í Sandgerði. Þar er t.d. Katrín II SH með 11,5 tonn í tíu löndunum. Hilmir SH með 9,2 tonn í átta.  Þórdís GK er í Grindavík með 7,1 tonn í sex. Þar er líka Sæfari GK með 5,8 tonn í sex.
Þá er það Hulda GK. Hún er í eigu Blikabergs ehf., sem er í eigu Sigurðar Aðalsteinsonar og sonar hans, Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem er kannski þekktastur fyrir að spila fótbolta. Þeir eiga sama fiskverkun í Sandgerði og hafa gert út bátinn Huldu GK. Núna er búið að selja bátinn ásamt áhöfn enn engum kvóta. Kaupandinn er Háaöxl ehf. sem er staðsett á Fáskrúðsfirði. Þetta fyrirtæki er að mestu í eigu Loðnuvinnslunar þar í bænum og Kjartan Reynisson, sem er útgerðarstjóri Loðnuvinnslunar, er stjórnarformaður Háuaxlar. 

Hulda GK er seld án kvóta og hefur fengið nýtt nafn, Hafrafell SU 65, og bætist þar með í hóp með Sandfelli SU sem er í eigu Loðnuvinnslunar.

Smá kvóti var á Huldu GK og færðst hann yfir á Alla GK, sem er líka í eigu Blikabergs ehf. Þar með er eignarkvóti kominn á Alla GK sem og óveiddur leigukvóti sem var á Huldu GK.